Ragnheiður Gná Gústafsdóttir með 82 cm hrygnu úr Hrafnseyri í Langá. Mynd Gústaf Vífilsson.

Veiði hófst í Langá og Grímsá í morgun og voru fregnir þaðan góðar í morgun. Laxar að taka og nást á land og fiskur víða. Smálax í bland við stærri fiska. Líflegar opnanir sem lofa góðu. Verðum vonandi með einhverjar „vaktartölur“ síðar í dag.

Vífill Gústafsson með 68 cm hrygnu úr Tannalækjarbreiðu í Langá. Mynd Gústaf Vífilsson.

Það sem sagt stendur tölum t.d. í Langá sem er löng eins og nafnið gefur til kynna og það verður ekki fyrr en í hléinu sem að tölur liggja fyrir. En við heyrðum í Gústafi Vífilssyni sem er að opna með fjölskyldu sinni og lét hann vel af gangi mála. Hans fólk var búið að landa tveimur löxum, í Tannlækjarbreiðu og á Hrafnseyri áður en morguninn var hálfnaður. Lax hefur verið að ganga að undanförnu og töluverð hreyfing í teljaranum í Skuggafossi.

Glímt við einn í Laxfossi í Grímsá í morgun. Myndin er fengin hjá Hreggnasa.

Í Grímsá var einnig líf í tuskunum, Hreggnasamenn greindu frá því að á fyrsta klukkutímanum hefði fjórum löxum verið landað, þar af einum í efsta merkta veiðistað árinnar. Lofar góðu í Lundareykjadalnum líka augljóslega.