Elliðaárnar, Heimir Óskarsson
Lax á lofti í Elliðaánum. Mynd Heimir Óskarsson.

Laxveiðitíminn er skammt undan og þarf ekki að minna á það síðasta, það versta frá upphafi og vatnsleysið á áður óþekktu plani, sérstaklega á sunnan og vestanverðu landinu. En hvers er að vænta á komandi sumri? VoV hefur heyrt skoðanir all nokkurra á því, aðila sem að koma jafnan mikið við sögu.

Þetta snýst í raun ekki lengur um tölur heldur hvort að eitthvað af viti gengur af laxi. Það er veitt og sleppt. Það er ástæðulaust að nefna nöfn ýmissa viðmælenda, þetta hafa ekki verið formleg viðtöl, heldur samtöl þar sem eitt og annað hefur borið á góma. En hvað með laxagöngur, sem voru í sögulegu lágmarki í fyrra. All nokkrir bentu á að smálaxagangan sem kæmi sumarið 2020 væri afsprengi af hrygningu haustið 2015, en það sumar var eitt af bestu laxveiðisumrum sögunnar hér á landi. Nema að stórslys hafi orðið í hafinu gæti smálaxagangan orðið býsna góð.

En kannski annað með stórlaxinn, hann er af sama áragngi og smálaxinn í fyrra og í ljósi samhengisins þá mætti ekki búast við stórum göngum stórlaxa. Nema ef til vill á Norðausturhorninu þar sem smálaxagöngur voru nokkuð góðar í fyrra, t.d. í Vopnafirðinum og Þistilfirðinum. Sama má segja um Laxá á Ásum, sem er þó all miklu vestar.

Þá er það vatnsstaðan. Veturinn hefur verið snjóþungur nánast um land allt, en af og til hafa komið hlákur síðustu daga og önnur í vændum. Þessi mál eru ekki fyrirséð, en þá má allavega búast við meira af laxi en í fyrra. Sagt með miklu fyrirvara þó, enda byggt á pælingum leikmanna, sem þó byggja pælingar sínar á orðum fiskifræðinga, t.d. með stóra hrygningarstofninn 2015