Loftköst og læti, myndin er frá opnun Norðurár í fyrra , en hún hafði orðið hroðalega fyrir barðinu á aðstæðunum.

Hlutir eiga það til að fara í hringi og það má með sanni segja um aðgengi félagsmanna í SVFR að Norðurá, en SVFR missti ána fyrir nokkrum árum og hefur Einar Sigfússon starfað sem sölustjóri veiðifélags árinnar síðan. Nú hafa gerst tíðindi.

Sem sagt, félagsmönnum standa nú til boða valin holl í bæði Norðurá 1 og Norðurá 2. Svæðin eru kynnt í söluskrá félagsins 2020. Norðurá var flaggskip SVFR um langt árabil, eða þar til að VN ákvað að prófa nýjar slóðir og fékk Einar Sigfússon, sem áður var kenndur við Haffjarðará, til að selja fyrir hönd félagsins. Meira má sjá um þetta á vef SVFR.