Langadalsá og Hvannadalsá til Stara ehf

Langadalsá
Fallegur lax úr Langadalsá. Árið er 2018. Mynd David Thormar.

Starir efh, leigutaki Þverár/Kjarrár, Víðidalsár, Strauma og Brennutanga, hafa nú bætt við flóruna, frá og með komandi sumri verður félagið með Langadalsá við Djúp, ásamt Hvannadalsá sem á ós á sama leirusvæði og Langadalsáin.

Lax-á hefur verið með Langadalsá um nokkuð langt árabil, en aðkomu félagsins að ánni lýkur sem sagt núna. Starir leigja árnar til tveggja ára og verða með strangt veiða-sleppa fyrirkomulag. Þá verða árnar vaktaðar vandlega vegna sjókvíaeldisins sem er í nágrenninu.

Langadalsá er veidd með fjórum stöngum, en stöngum í Hvannadalsá verður fækkað úr 3 í 2. Þrír aðilar sendu inn tilboð í svæðið, þetta mun hafa verið í febrúar, SVFR og SVFÍ (Ísafjörður), en Starir buðu best.