Þrettán ár voru betri en í fyrra!

Stórlax. Alviðra er fræg fyrir þá.

Jú, þetta var lélegt laxveiðisumar. Rangárnar eru enn opnar og eru í toppsætunum, en eru langt frá sínu besta samt sem áður. Mikil og neikvæð umræða hefur verið og kannski ekki að ástæðulausu, því minna hefur verið af laxi víða, og vatn í lágmarki stóran hluta sumars að auki. En ljós í myrkrinu, þrettán laxveiðiár voru með betri tölu en í fyrra!

Það hefur auðvitað marg komið fram að Norðausturhornið hefur skorið sig úr, en fyrir utan árnar þar, eru stöku á á Norðurlandi. Við ræðum ekki ástandið á vestan- og sunnanverðu landinu, en það er verulega jákvætt að sjá að alls þrettán laxveiðiár voru betri en í fyrra.

Hér koma þær í lista, efst með hæstu töluna og í sviganum er talan frá því í fyrra.

Selá                       1484 (1340)

Hofsá                       711  (697)

Laxá á Ásum           807 (702)

Svalbarðsá               476 (337)

Hafralónsá                377 (194)

Hrútafjarðará           375 (360)

Skjálfandafljót          330 (250)

Deildará                     238 (162)

Mýrarkvísl                  167 (83)

Fnjóská                        167 (126)

Síðan eru það Ormarsá á Sléttu og Sandá og Hölkná í Þistilfirði. Við erum ekki með lokatölur úr þeim, en höfum það fyrir satt að þær slógu út tölur síðasta sumars. Alls þrettán þar. Og allar á norðanverðu landinu, flestar á norðausturlandinu. Á endmörkum hins byggilega heims laxins. Mjög sérstakt. Næsta sumar verður spennandi.