Veiðikappi með rígvænan birting úr Leirá. Myndin er frá FB síðu IO veiðileyfa.

Stórir birtingar hafa verið að veiðast að undanförnu ínokkrum af helstu án í Vestur Skaftafellssýslu ap undanförnu, einnig þó, og mögulega sá stærsti í Eyjafjarðará, 95 hængtröll sem er að sögn einn sá stærsti, ef ekki sá stærsti úr ánni, allavega muna menn ekki öðru eins.

Karl Olsen með ferlíkið úr Eyjafjarðará, athygli vekur hverus sillfurbjartur hann er, komið fram í október.

Mynd af dýri þessu birtist á vef Eyjafjarðará á FB. Vel hefur veiðst í ánni í sumar og haust, mest sjóbleikja, en birtingur hefur verið að færa sig þar uppá skaftið síðustu árin og veiðast nú yfirleitt nokkuð margir og nokkuð stórir. Enginn þó eins og þessi nýjasti, sem var mældur 95 cm og skv spjalli veiðimannsins Karls Olsens á Sporðaköstum, þá náði ekki vigtin meiru en 10 kg, 20 pundum sem sagat og segist Karl hafa látið það duga þó hann teldi að fiskurinn væri í raun nær því að vera 22-23 pund. Miðað við myndina verður það að teljast líklega, þyngd per sentimetri hjá sjóbirtingi er talsvert meiri en hjá laxi og 86 cm birtingar hafa iðulega vegið um eða yfir 18 pund. Hvað þá 95 cm í fínum holdum.

Já og víðar en í Vestur Skaft, því hér er vígalegur sem veiddist um helgina í Leirá litlu í Leirársveit. Myndin birtist á sölu- og fréttavef leigutakans IO veiðileyfi og kemur lengdin þar ekki fra, en reikna má með að þessi sé vel yfir 80 cm. Hann er gefinn upp í veiðistað 25, sem er efsti merkti veiðistaður árinnar og kenndur við Sundlaug sem þar stóð eitt sinn og rústirnar gömul greinilegar og setja skemmtilegan svip á umhverfið.

Þá hafa Tungulækur, Tungufljót, Geirlandsá, Fossálar og Eldvatn allar verið að gefa vel, og mjög væna í bland, en misjafnt frá degi til dags því aðstæður hafa verið frekar óstöðugar á köflum eins og oft vill verða á þessum árstíma