Dæmi um hvað demburnar hafa skipt miklu máli

Rok og rigning í Dölunum í dag, Ari Þórðarson að bagsa við veðrið. Þetta skiptir allt máli....

Það hafa komið dembur suðvestanlands- og vestan síðustu daga, það hefur hresst vatnsbúskapinn, en til þessa ekki nóg. Það hefur samt leitt af sér að laxinn hefur troðið sér í torfum upp í árnar og það hafa komið betri dagar í veiði. Besti dagurinn í Þverá/kjarrá var t.d. í dag.

„Þetta ástand er algerlega fordæmlaust, en góðu fréttirnar eru þær að þessar rigningar hafa hleypt kjarki í laxinn og hann er núna að ryðjast upp í árnar. Augljóslega eru veiðitölur ekki sambærilegar við síðasta sumar, en ef t.d. göngutölur í teljaranum í Skuggafossi í Langá eru skoðaðar, þá er þetta ekki mikið lakara, í fyrra á sama tíma voru komnir 280 laxar uppúr Skugga, núna 230. Þannig að laxinn er þarna og göngurnar loksins farnar að skila sér,“ sagði Ingólfur.

Dagveiðin í dag í Þverá/Kjarrá var 19 laxar sem undir öllum kringumstæðum er prýðisveiði. Næstu dagar eru þurrir en með von um skúri og jafnvel þrumuveður. Svo er aftur rigning, þannigt að ef til vill rætist úr.