Cezary kýs að sjálfsögðu að horfa frekar aðdáunaraugum á urriðan heldur en í linsuna. En hvílíkur risi, 94 cm og 23 pund!

Cezary Fijalkowski hefur breytt því í listgrein að veiða risaurriða Þingvallavatns í Þjóðgarðinum. Þar hefur hann veitt á annað hundrað á þessari vertíð og ekkert í sjálfu sér skrýtið við það, því að Öxará er aðal hrygningará urriðans og þar utan við hlýtur hann að vera stóran hluta af vertíðinni. Nú er hann farinn að ganga í ána, en Cezary er enn að og landaði einum ógnvænlegum í vikunni.

„Já, stór var hann, en ekki draumurinn. Draumurinn er 115 cm plús og það er lítið eftir af vertíðinni. En þessi var 94 cm og 11,5 kg (23 ísl pund)“ Þeir sem ganga með Öxará á haustin til að fylgjast með göngunni vita að það þar fengum að kioma á óvart að landa svo stórum fiski, svo magnað er sjónarspilið að 115 cm draumur Cazary er langt frá því að vera langsóttur.