Messinn, Sumac
Skilaboðin eru skýr, Messinn og Sumac loka á lax úr opnum sjókvíum.

Þrír veitingastaðir í Reykjavík, Apotekið, Messinn og Sumac, hafa tekið sig til og lýst yfir með skiltum í gluggum, að allur lax sem er á boðstólum hjá þeim sé frá sjálfbæru landeldi. Heyrst hefur að fleiri veitingahús undirbúi að vera með!

Nú í lok viku hafa þrír veitingahúsaeigendur, Nuno hjá Apótekinu, Jón Mýrdal hjá Messanum og Þráinn Freyr Vigfússon hjá Sumac lýst yfir með skiltum í gluggum veitingahúsa, að veitingastaðir þeirra beri aðeins fram lax sem alinn sé í sjálfbæru landeldi. Þar með loka þeir á samskipti og viðskipti við opið sjókvíaeldi. Heyrst hefur að fleiri veitingastaðir muni bætast í hópinn á næstunni. „Þetta er frábært framtak, takk Nuno, Jón Mýrdal og Þráinn Freyr. Leitið að bláa miðanum,“ sagði Ingólfur Ásgeirsson hjá Iceland Wildlife Fund í skeyti til VoV.