Hnausastrengur, Selur
Heldur óvenjuleg sjón í Hnausastreng, þessi ætti að vera að sveifla flugustöng....

Við greindum frá því í gær að selur hefði gert sig heimakominn í Hnausastreng í Vatnsdalsá um helgina og gátum þess jafnframt að hver örlög hans urðu hefðum við ekki vitneskju um. Nú vitum við meira, Kobbi mætti örlögum sínum við Hnausastreng.

Segja má að forvitnin hafi orðið honum að falli. Þarna voru komnir tveir veiðifélagar og var Kobbi fyrst nokkuð langt undan, í mjög erfiðu riffilfæri og ómögulegu haglabyssufæri. Fóru menn einfaldlega að veiða og fljótlega var sett í lax. Tók þá selurinn við sér og kom nær…og nær, og nær, uns hann var kominn í dauðafæri fyrir haglabyssu og var hann þá byrjaður að gera sig líklegan til að hafa laxinn af veiðimanninum. En þá kvað við hvellur og selurinn var allur.