Tröllið úr Haukunni. Myndin er frá heimasíðu SVFR

Í gær kom einni stærsti lax sumarsins á land úr Haukadalsá í Dölum. Hún hefur verið afar slök í sumar, en samt koma alltaf stórlaxar á land úr ánni, þessi var 106 cm, en orðin grútleginn og spurning um vigt.

Frá þessu var greint á heimasíðu SVFR í dag, og þar stóð:  „106 cm lax var dreginn að landi í Haukadalsá í gærdag. Eins og sést á myndinni að þá skortir ekki dýptina í hann og styrtlan mikil og breið. Ár hvert veiðast þessir höfðingjar í Haukunni og er það fagnaðarefni að þessir fiskar eru að gefa sig loksins því eitthvað er búið að sjást til þeirra þetta árið.