Lax stekkur í Laxfossi í Laxá í Leirársveit. Mynd Einar Falur.

Leigutakar Laxár í Leirársveit, þeir Ólafur Johnson og Haukur Geir Garðarsson, hafa í samráði við Veiðifélag Laxár ákveðið að loka ánni frá og með 16.9 næst komandi. Aðstæður og lítil laxgengd ræður för.

Ólafur segir: „Eins og allir vita þá hefur þetta sumar verið með eindæmum erfitt í Laxá í Leir eins og í öllum öðrum ám hér Vestan- og Norðanlands. Þetta er í rauninni versta veiðiár í manna minnum. Bæði hefur laxgengdin verið mjög lítil og eins hefur vatnsleysið verið með eindæmum. Við höfum því gert lítið í að selja allra síðustu dagana í ánni og höfun við nú ákveðið í samráði við veiðifélagið að loka ánni viku fyrr og gefa þessum löxum í ánni frið í að leggjast til hrygningar án ágangs veiðimanna. Við munum því loka ánni eftir 16.sept. Fram að því gangast allir þeir sem kaupa af okkur að gangast inn á að öllum laxi verði sleppt.“