88 cm tröll sem man tímana tvenna. Sjá sporðinn sem er búinn að róta upp möl aftur og aftur. Flottur gaur.

Það er mikið talað um gildi þess að veiða og sleppa. Sumir segja að fiskar drepist og þetta skipti ekki máli. Það hafa samt sem áður farið fram rannsóknir og benda flestar ef ekki allar til þess að ef að menn vanda sig þá drepast fiskar ekki. Hér er dæmi.

Þessi sjóbirtingur veiddist í Hvannakeldu í Eldvatni nú í lok vikunnar. Hann er 87 cm. Algjör bolti og eldgamall. Urriðinn verður miklu eldri en laxinn, það er bara hans lífssaga og því skiptir miklu máli að honum sé sleppt því að stofnar sjóbirtings eru gjarnan smærri og viðkvæmari en hjá laxi. Það getur verið fullt af fiski, en stofninn samt viðkvæmur ef mikið er drepið úr honum.

Fyrir ekki allt of mörgum árum voru svona boltar ekki sérlega algengir, en ár eftir ár, hin seinni ár  veiðast all margir frá 85 til um eða yfir meter. Fiskar sem hafa hrygnt oft. Það þarf bara að horfa á myndina af þessum fiski til að sjá að þetta er reynslubolti, sem gæti komið einu sinni eða tvisvar til viðbótar. Þessi veiddist í Eldvatni, þar er þeim öllum sleppt. Víðast hvar er það sama í gildi.