Ævintýrin gerast þrátt fyrir bölmóðinn

Tveir á í einu!

Vatnsdalsá er ein af þeim ám sem liðið hefur fyrir vatnsleysið það sem af er sumri, en eins og svo víða, að þrátt fyrir ástandið þá þá verða til ævintýri. Þetta par sem myndirnar sýna, lentu t.d. í því að setja bæði í fisk á sama tíma á Hnausastreng.

Báðir komnir á land!

Þessar myndir (og fleiri á vef og FB síðu Vatnsdalsár) sýna gullið augnablik, bæði búin að setja í fisk. Frúin var með vænan tveggja ára lax, karlinn gullfallegan sjóbirting. Svona „móment“ eru gulls ígildi. Annars hefur veiði glæðst í Vatnsdalsá allra síðustu daga. Pétur Pétursson staðarhaldari og leigutaki sagði okkur nýverið að nýr fiskur væri farinn að koma á svæðið og lax væri auk þess farinn að færa sig upp fyrir Flóðið.