Eric Clacton, Hnausastrengur, Vatnsdalsá
Eric Clapton með stórlaxinn, aðeins styttri en í fyrra, en samt risalax!

Eric Clapton, sá dásamlegi rokk gítarleikari, landaði nú í vikulok einum stærsta laxi sumarsins, alveg einsog í fyrra. Þessi, í Vatnsdalsá var 105 cm…

Clapton landaði laxinum í gær, föstudag, í Hnausastreng og flugan var Evening Dress númer 12. Hann var 40 mínútur að glíma við tröllið. Kvarðinn segir 25 ensk pund, 23 íslensk pund. Hvað sem menn vilja heyra og vita og gera….þá er þetta einn stærsti lax sumarsins. Þess má geta að Clapton veiddi einn 108 cm í fyrra…..