Eldvatn í Meðallandi var opnað í morgun og voru menn sáttir og sælir þar á bökkum. Jón Hrafn Karlsson talaði um „hefðbundna opnun“.

„Það var nokkuð hefðbundin opnun í Eldvatni , fáir fiskar en stórir. 5 komnir á land 3 stærstu 82,85,90cm úr Hundavaði. Þórarinn Ólafsson var með þann stærsta, 90cm úr Hundavaði , þetta er maður í fullri stærð og fiskurinn eins í síld í höndunum á honum. Fiskurinn hefur verið að velta sér og sína sig um alla á en tekur illa í þessari blíðu,“ sagði Jón Hrafn nú í hléinu.