Þau hjónin María Anna Clausen og Ólafur Vigfússon, eigendur Veiðihornsins í Síðumúla og Veiðimannsins á Krókhálsi hafa að undanförnu staðið fyrir verðlækkunum á margkonar veiðivörum. Og nú hyggja þau á fleira af svo góðu.

Ólafur sagði við VoV: „Um síðustu áramót var 15% tollur afnuminn af fatnaði.  Við það lækkaði verð á vöðlum, skóm og veiðifatnaði hjá okkur umtalsvert. Um komandi áramót verður felldur niður 10% tollur á veiðibúnaði.  Í ljósi þess og vegna sterkrar krónu sjáum við okkur fært að gera enn frekari verðbreytingar og höfum nú þegar hafið verðlækkanir á nokkrum vöruflokkum svo sem flugustöngum og hjólum frá Sage, Redington og Winston.  Fleiri vöruflokkar munu fylgja í kjölfarið fyrir íslenska veiðimenn því þó tollurinn falli ekki niður fyrr en um áramótin þá ákváðum við að taka tollalækkunina á þeim vörum sem við eigum á okkur og lækka strax.  Þetta þýðir með öðrum orðum að það borgar sig ekki að kaupa veiðijólagjafirnar í útlöndum.“