Laxá í Aðaldal
Lars með 106 cm hæng úr Laxá í Aðaldal.

103 cm hrygnan sem veiddist á Laxárfélagssvæðunum er ekki eini stórlaxinn sem veiddist þann daginn, það kom einnig 106 cm hængur og hér eru upplýsingar um hann. Þær koma frá Vigfúsi Orrasyni.

Vigfús sendi eftirfarandi skeyti: „Hér er svo hængurinn sem passar fyrir hrygnuna á Spegilflúðinni. En Lars fékk þennan 106 cm hæng í Fosspollinum í kvöld. Tók laxinn fluguna Wolfowitz. Fékk laxinn frelsi eftir myndartöku.“