
Við skemmtum okkur ekkert við að velta okkur uppúr ógöngunum við laxveiðiárnar á þessu magnaða veiðisumri, en því miður eru fréttir fréttir og fréttir eru ekki alltaf góðar. Hér förum við öðru sinni á þessu sumri yfir samanburð við síðasta sumar. Miðast nú við 31.7 skv angling.is og sambærilegur dagur þess vefs í fyrra var 1.8. Einn sólarhringur skiptir engu máli í þessu samhengi. Þrátt fyrir sótsvarta heildarmynd þá eru ljósir punktar. Kíkjum á….
Alls eru fimm laxveiðiár með betri tölu en á sama tíma í fyrra, Svalbarðsá, Hafralónsá, Deildará, Fnjóská og Ölfusá. Ekki eru plústölurnar þó stórar. Þarna hefði Eystri Rangá skarað framúr ef áin hefði ekki lagst í grugg stóran hluta síðustu veiðiviku sem miðaðist við s.l. miðvikudagskvöld. Hún datt niður í mínus 18 fyrir vikið, en hefði allt verið með felldu væri hún með einhverjum hundruðum löxum meira en á sama tíma í fyrra. Mikill lax er í henni, og enn að ganga.
Selá og Hofsá eru enn að vinna sig upp og því enn í mínus. Þar er þó svo góður gangur síðustu vikur að lítill vafi er á því að þær bæta sig frá síðasta ári.
Eystri Rangá 1349 – 1367 (mínus 18)
Urriðafoss 680 – 1038 (minus 358)
Miðfjarðará 647 – 1422 (minus 775)
Ytri Rangá 628 – 1549 (minus 921)
Selá 606 – 706 (minus 100)
Blanda 480 – 771 (minus 271)
Þverá/Kjarrá 421 – 1975 (minus 1554)
Elliðaárnar 351 – 684 (minus 333)
Hofsá 325 – 384 (minus 59)
Haffjarðará 302 – 1075 (minus 773)
Laxá á Ásum 275 – 402 (minus 127)
Grímsá 261 – 637 (minus 376)
Laxá í Aðaldal 258 – 415 (minus 157)
Jökla 237 – 303 (mínus 66)
Norðurá 225 – 1352 (minus 1127)
Langá 198 – 1003 (minus 805)
Svalbarðsá 175 – 146 (plús 29)
Víðidalsá 168 – 309 (minus 141)
Vatnsdalsá 165 – 244 (minus 79)
Hafralónsá 151 -128 (plús 23 miðað við 8.8)
Skjálfandafljót 131 – 140 (mínus 9)
Brennan 128 – 306 (mínus 178)
Laxá í Leirársveit 125 – 459 (minus 334)
Flóka 116 – 314 (minus 198)
Hrútafjarðará 102 – 202 (minus 29)
Ölfusá 101 – 90 (plús 11)
Laxá í Dölum 94 – 562 (minus 468)
Hítará 90 – 369 (minus 279)
Haukadalsá 89 – 412 (mínus 323)
Deildará 84 – 63 (plús 21)
Laxá í Kjós 83 – 667 (minus 584)
Fnjóská 69 – 62 (plús 7)
Stóra Laxá 65 – 308 (mínus 243)
Hvítá v/Langholt 56 – 316 (minus 260)
Straumfjarðará 49 – 218 (mínus 169)
Búðardalsá 48 – 172 (minus 124)
Straumar 39 – 198 (mínus 166 miðað við 88)
Leirvogsá 34 – 175 (mínus 121)
Gljúfurá í Bo. 32 – 156 (minus 124)
Svartá í Hún. 13 – 53 (minus 40)
Breiðdalsá 12 – 40 (minus 28)
Sem sagt. Með örfáum undantekningum þá er þetta ekki skemmtilestur og raunar hræðilegt að sjá hversu hrunið er afgerandi. Þarna eru samspilandi þættir. Bág staða gönguseiða í fyrravor- og sumar, vatnsleysi nú. Hafið virðist ekki vera vondi karlinn núna, a.m.k. kemur laxinn yfirleitt glæsilegur úr hafbeitinni. Þó hefur borið á örlöxum á vestanverðu landinu.
Þrjár ár af lista angling.is eru undanskyldar hér. Afall og Þverá í Fljótshlið þar sem tölur úr þeim hafa ekki verið uppfærðar síðan 3.7 og Úlfarsá vegna þess að enga viðmiðunartölu er að hafa frá henni frá 2018.