Það mokast kannski ekki upp lax, en það mokast inn veiðisögur héðan og þaðan. Kjartan Ingi Lorange deildi t.d. einni frábærri í dag þegar hann sagði frá morgunvakt í Bæjarlæknum með eiginkonu sinni Ingibjörgu Svansdóttur, sem gerði sér lítið fyrir og landaði Maríulaxi sínum, 87 cm!

Kjartan sagði: „Þessi morgun byrjaði eins og allir morgnar eiga að byrja, með veiði og góðum félagsskap. Betri helmingurinn skellti sér með mér í Elliðaárnar í morgun og sýndi og sannaði að veiðigyðjan er henni sannarlega hliðholl. 87cm hængur var tekinn á Undertaker no 16 í Teljarastreng, eftir mælingu or stutta myndatöku var honum skilað til síns heima á ný. Svo gaf hún einum að borða smá maðk í Stórafossi, 64 cm hængur endar á grillinu, hann tapaði þeirri atlögu. Þetta er lífið og svona á maður að lifa því!“