Þjórsá, Urriðafoss, Iceland Outfitters, IO
Kunnugleg sjón við Urriðafoss í Þjórsá síðustu tvö sumur . Myndin er fengin af FB síðu Iceland Outfitters, IO.

Það er orðið æði stutt í laxveiðivertíðina, strax næsta sunnudag byrjar ballið og á ólíklegum stað miðað við hefðina síðustu áratugina. Augu allra beinast nú að Urriðafossi í Þjórsá og öndverðum bakka líka, Þjórsá fyrir landi Þjórsártúns. Norðurá og Blanda færast nú aftur um sæti!

Urriðafoss, Þjórsá
Tröllslegur veiðistaður, en sá besti síðasta sumar!

Leigutaki umræddra svæða í Þjórsá eru IO, Iceland Outfitters og eru eigendur þess fyrirtækis Harpa Hlín Þórðardóttir og Stefán Sigurðsson. Þau sögðu: „Við erum orðin svakalega spennt því það eru aðeins 5 dagar í að Þjórsá opni fyrir stangveiðimenn, þá opnar Urriðafoss og nýtt tilraunasvæði að Þjórsártúni sem er í raun nánast sama svæði en bara hinn bakkinn eða austurbakki Þjórsár frá Urriðafossi og upp að Heiðartanga. Við erum að opna 5 dögum fyrr en í fyrra en þá byrjaði allt með svaka látum og veiddu menn kvótan dag eftir dag frá fyrsta degi í Urriðafossi. Fyrir sumarið 2018 var svo tekin ákvörðun um að byrja 5 dögum fyrr. Þetta er allveg rosalega spennandi eins og alltaf og við vonum svo innilega að Laxinn sé mættur fyrsta daginn.“

Laxar hafa sést staðfest í Laxá í Kjós og Leirá í Leirársveit og þar sem að í dag er 22.mai má telja víst að sá silfraði sé mættur all nokkrar ár. Við höfum oft rifjað það upp í gegnum tíðina, að netin voru lögð í Hvítá í Borgarfirði 20.mai og var að heita alltaf einhver afli, stundum meiri og stundum minni, en sjaldgæft var að ekkert kæmi í fyrstu vitjunum. Þá eru mörg dæmi um að laxar veiðist á stöng löngu fyrir venjubundið laxveiðitímabil. Má nefna í því sambandi Brennutanga í Hvítá og Strauma í Hvítá, en það eru veiðistaðir á vatnamótum Þverár/Kjarrár og Norðurár við Hvítá, en báðar ár eru þekktar fyrir að hafa sterka snemmgenga stofna