
Þetta er byrjað að syngja sitt síðasta, tölurnar segja það, en það getur samt orðið gott sums staðar og víða, eins og Pétur Vatnsdælingur segir, það veiðist oft vel á haustin þó að það sé ekki ýkja mikið af laxi. Skilyrði breytast, geðslag laxins breytist. En hér eftir verður meira gaman að fylgjast með sjóbirtingsvetrtíðinni, enda hefur hún farið feykilega vel af stað. En kíkjum samt á vikutölurnar…

Það er Eystri Rangá sem er málið. Hún hefur verið mjuög góð í sumar og heldur best dampi nú þegar haustar og búast má við því að hægist um. Ljóst er að víðast hvar er allur lax genginn sem ætlar að ganga og barið er á mis legnum löxum. Þá eru það skilyrði sem skipta máli sem og útsjónarsemi veiðimanna, sem kannski geyma besta hylinn á svæðinu fram í ljósaskipti.
En skoðum efstu árnar, fyrst kemur heilartalan fram að þessu og síðan vikutalan. Þar má sjá hvernig þetta er að vinda sig niður. Síðan komum við með viðmiðanir og samanburði.
Eystri Rangá 3344 – 284
Ytri Rangá 2774 – 218
Þverá/Kjarrá 2369 – 68
Miðfjarðará 2201 – 162
Norðurá 1498 – 43
Haffjarðará 1435 – 82
Langá 1339 – 130
Urriðafoss 1243 – 32
Selá 1222 – 111
Elliðaár 893 – 36
Grímsá 879 – 65
Laxá í Dölum 879 – 87
Blanda 857 – 4
Laxá í Kjós 790 – 38
Laxá á Ásum 624 – 59
Laxá í Leirársv. 614 – 25
Hofsá 602 – 32
Affall 590 – 33
Laxá í Aðaldal 584 – 27
Haukadalsá 545 – 23
Hítará 524 – 13
Víðidalsá 478 – 39
Flókadalsá 405 – 26
Jökla 402 – 30
Svo eru aðrar neðar, en þessar tölur duga til að segja söguna. Það fjarar undan þessu, líka á vestanverðu landinu sem þó fékk boðlegar smálaxagöngur. Samt eru eitt og eitt lj´æos….Selá er með 111 laxa vikuveiði og komin í 1222 laxa. Hún er greinilega á góðri uppleið eftir nokkur erfið ár. Batinn er hægari í Hofsá, en batinn er samt til staðar, áin varð fyrir miklu tjóni í blóðum árið 2014. Vikutalan í Langá er líka geggjuð, sérstaklega þegar skðoð er í samhengi við ár beggja megin í Borgarfirði og á Mýrum, allar verið nokkuð góðar, en dalandi, nema að Langá tekur allt í einu spyrnu.
Laxatölurna fara brátt að sigla inn í lokatölur, en birtingurinn er að mæta! Og hann fer vel af stað….