Aðalsteinn Pétursson leiðsögumaður heldur hér á hængnum stóra.

Veiðisögur verða til þó að veiði sé víðast undir væntingum. Í morgun veiddist t.d. stærsti laxinn sem komið hefur úr Þverá/Kjarrá á þessu sumri, 102 cm bolti!

„Já, það gerðist í morgun, 102 cm hængur á Hairy Mary númer 14. Stærsti úr Þverá/Kjarrá í sumar. Veiðimaðurinn var Alan Smith og leiðsögumaður hans Aðalsteinn Pétursson, stórveiðimaður. Það gerist ekki betra en þetta,“ sagði Ingólfur Ásgeirsson umsjónarmaður árinnar í samtali við VoV.