Sumarið er komið í vötnin

Þessi heitir Gísli Steinar og bleikjan heitir Kusa. Bleikjan var í aflanum við Efri Brú í Úlfljótsvatni um helgina, en myndina fengum við að láni hjá Fish Partner

Sumarið er komið í vötnin sem þýðir ekki aðeins að veiði glæðist heldur einnig að bleikjan er farin að láta til sín taka. Víða að berast nú fregnir af fallegum bleikjuskotum.

Fish Partner greindu t.d. frá því á FB síðu sinni að veiðimenn sem voru um helgina að kasta fyrir fisk í landi Efri Brúar við Úlfljótsvatn hafi lent í veislu. „Bleikjan í Úlfljótsvatninu er að koma inn í veiðina, tveir félagar veiddu þar 8 bleikjur og voru það engir  tittir, 50 til 65 cm kusur. Úlfljótsvatnið á þetta til. Þá hefur heyrt af því að bleikja sé farin að blanda sér í afla veiðimanna í Þingvallavatni.

Bleikjur sem Karl Eiríksson veiddi í Elliðavatni.

Frækinn fluguveiðikappi að nafni Karl Eíríksson greindi frá viðskiptum sínum við Elliðavatn um helgina og birti mynd af fjórum bleikjum sem hann landaði með stuttu stoppi. Myndina fengum við að láni hjá Karli og sjá má að bleikjan er ekki síður að koma væn undan vetri heldur en bleikjan í Úlfljótsvatni. Bleikjan hefur verið áberandi í afla veiðimanna í Elliðavatninu og tveir staðir helst nfndir, nærri brúnni Helluvatnsmegin og eins úti í Þingnesi og þar um slóðir. Karl sagði einnig frá ferðum í Brúará þar sem annan daginn veiddust 15 bleikjur og 10 þann seinni. Vænir fiskar en helst til of horaðir ennþá, „það þarf að hlýna betur,“ sagði Karl.

Ung veiðikona reynir spinner í Vestur Hópsvatni um helgina. Mynd ÁG.

Norðan heiða er einnig allt að gerast, hópur var t.d. við Vestur Hóp um helgina. Á föstudaginn ríkti vetur en um skipti urðu á laugardeginum er sumarið bókstaflega hélt innreið sína. Veiðin var lítil, réttar flugur fundust ekki, að mikið var af fiski á svæðinu.