Opnun Mýrarkvíslar gekk vel

Leigutakinn Matti með gullfallega hrygnu...

Líklega síðasta opnun laxveiðiár á sumri hverju er opnun Mýrarkvíslar og nú er hún yfirstaðin. Og allt gekk vel. Athygli vekur þó að af þeim löxum sem veiddust var enginn tveggja ára, þetta var allt saman stór og fallegur smálax eins og sjá má af þeim myndum sem við fengum frá Matthíasi Þ.Hákonarsyni, leigutaka árinnar.

Falleg hrygna úr opnun Mýrarkvíslar

Matti sagði: „Þá er formlegri laxaopnun í Mýrarkvísl lokið og náði hollið 5. til 8. Júlí, fjórum glænýjum smálöxum á land.“ Veiði hófst í Mýrarkvísl strax í apríl og var þá urriðinn fyrir barðinu á veiðimönnum. Kvíslin er full af urriða og vel veiddist, margir rígvænir!