Straumfjarðará, Rjúkandi
Veitt á Rjúkandabreiðu neðan við fossinn Rjúkanda í Straumfjarðará. Mynd -gg.

Það var enginn hægagangur í málefnum Straumfjarðarár, enda var einn fjölmargra tilboðsgjafa svo miklu hærri en aðrir að það gat ekki farið nema á einn veg, SVFR hreppir hnossið.

Stjórn Veiðifélags Straumafjarðarár hefur látið alla tilboðsgjafa vita umniðurstöðuna, þakkað fyrir mikinn áhuga o.s.frv. Við greindum ítarlega frá þessu eina athyglisverðasta útboði til all nokkurra ára, á dögunum og kom þar fram að tilboðsgjafar voru 14 talsins og mikill munur á tilboðunum, þ.e.a.s. mikill munur á hæsta boði og allra hinna. SVFR bauð 35 milljónir á ári til fimm ára, alls 175 milljónir yfir timabilið.

Björn Björnsson var með 157.500.000 króna boð í öðru sæti, en síðan komu aðrir her af öðrum og geta lesendur rifjað upp upphæðirnar inni á Veiðislóð. Lægsta tilboðið var 123.500.000 krónur frá Lax-á og er munurinn gríðarlegur sérstaklga þegar að er gáð að bæði SVFR og Lax-á eru þrautreyndir á markaðinum. Greinilegt að félögin sjá möguleikana með Straumfjarðará í gerólíku ljósi. Munurinn er 51.500.000 krónur yfir fimm ár!