Birtingur Einars metfiskur í Ytri Rangá

Einar Falur með risann sinn...

Sjóbirtingur sem Einar Falur Ingólfsson veiddi í Línustreng í Ytri Rangá fyrr í vikunni lítur út fyrir að vera metbirtingur í ánni. Þetta var 94 cm tröll, áætlaður einhvers staðar á bilinu 22-24 pund, hver veit. Jóhannes Hinriksson rifjaði upp fyrir okkur annað tröll, en staðfesti að fiskur Einars hafi verið stærri.

91 cm, mynd Erlingur Snær

Jóhannes sagði: „Já sá stærsti á mínum mörgu árum hér. Sá stærsti sem ég veit um og hef mynd af  91 cm fyrir 4 árum, Djúpós Hann var einn á ferð með hundinn. Samkvæmt veiðimönnunum sjálfum er fiskur Einars sannarlega stærri og þar við situr,“ sagði Jóhannes, en gaman er að geta birt hér myndir af þeim fiski sem næst gengur, 91 cm sem Erlingur Snær Loftsson veiddi í Hólsá fyrir fjórum árum. „Ég man eftir honum, Erlingur var þarna einn með hundinum sínum. Svakalegur fiskur,“ sagði Jóhannes.