Sjóbleikja
Menn komast í silung um land allt með Veiðikortið undir höndum. Mynd -gg.

Einn af jólaglaðningum stangaveiðimanna er útkoma Veiðikortsins sem hefur löngu sannað sig sem ómissandi í flóru veiðimanna. Það er nú komið í verslanir og við heyrðum í Ingimundi Bergssyni, pabba Veiðikortsins.

Veiðikortið
Veiðikortið 2018.

Sem fyrr er gríðarlegt úrval í boði fyrir lítinn pening á Veiðikortinu, meiri og/eða minni aðgangur að 34 vatnasvæðum sem öll hafa sín gæði og sérkenni. Þá eru þau um land allt sem gerir kortið að einkar sniðugum ferðafélaga þegar ferðast er um landið.

En hvað segir Ingimundur? „Eina breytingin milli ára er í raun að Víkurflóðið dettur út, annars tókst okkur að endursemja við aðra veiðiréttareigendur. Þá var óhjákvæmilegt var að hækka verðið lítilega til að halda í verðlag,  en verðið hafði verið óbreytt í 5 ár. Veiðikortið 2018 er komið út en það kemur að vanda út fyrir hver jól til að veiðimenn og konur geti látið sig dreyma um góðar stundir við vötn landsins á komandi veiðitímabili. Fyrir komandi veiðitímabil, býðst veiðimönnum að veiða í 34 vatnasvæðum fyrir aðeins kr. 7.900.

Það er farið að styttast í komandi veiðitímabil, en vatnaveiðiveiðin hefst formlega 1. apríl. Þá eru eflaust margir veiðimenn farnir að telja niður í að komast í urriðaveiðina í Þingvallavatni, en þar hefst veiðin 20. apríl. Það eru ekki nema 130 dagar í það!“