Umtalsvert vatnsleysi þessa daganna!

Gljúfurá, Fjallgirðing
Hættir bráðum að renna! Gljúfurá við veiðistaðinn Fjallgirðingu. Myndin er frá þurrkasumrinu 2017.

Þó að einhverjar rigningargusur hafi skotist ofan af um síðustu helgi er fjarri því að allt Vesturlandið, hvað þá Norðurlandið, hafi notið góðs af. Í aðalatriðum hafa staðið þrurkar á þessum slóðum svo vikum skiptir. VoV fór í bíltúr í dag…

Berghylsbrot, Norðurá, Réttarhylur
Berghylsbrot og Réttarhylur í Norðurá. Lítið vatn en menn hafa séð það svartara. Myndir -gg.
Þverá, Lundarhylur
Horft upp Þverá frá Lunarhyl. Vatnslítil, en menn hafa séð það svartara.
Laxá í Kjós, Kvíslafoss
Laxá í Kjós. Menn hafa séð það svartara þar, stundum hættir norðurkvíslin í Kvíslafossi að renna.

…og leit á ástandið á nokkrum á upp í Borgarfjörð. Víst er að menn hafa séð það svartara, svo er líklega fyrir að þakka rigningunni fyrir viku, en þetta lítur samt ekki sérlega vel út og allt tal um að það vanti rigningu á fullkomlega rétt á sér. Líklega verður mönnum þó ekki að óskum sínum í þeim efnum alveg í bráð því veðurspáin fram eftir allri viku er sama bjarta og tiltölulega hæga veðrið. Og ekki nóg með það, heldur kom einn af veðurfræðingum RUV fram fyrir skemmstu með langtíma spá fram í haustið, september til nóvember þar sem í aðalatriðum var spáð að lægðargangurinn yrði með líku sniði og verið hefur, þ.e.a.s. að lægðirnar fari yfir hafið sunnan við landið og rigningin skelli þá aðeins á austnverðu landinu og af og til syðst á því.

En auðvitað getur þetta allt breyst. Vikutölurnar sem birst hafa á angling.is bera því skýrt merki að skilyrðin hafa verið erfið.