Hítará
Við Hítará. Myndin er fengin af vef SVFR.

VoV hefur fyrir því fínustu heimildir að útboð Hítarár hafi ekki farið í þann farveg sem útlit var fyrir þegar umslög voru opnuð og leigutakar Deildarár voru með lang stærsta tilboðið. Fregnir herma að nú sé rætt við þá aðila sem voru með næst lægsta tilboðið….

….við höfum verið að reyna að ná í mannskap sem getur sagt okkur meira, en það sem við vitum dugar í þessa stuttu frétt, risatilboð upp á 61,5 milljónir á ári, til fjögurra ára,  hefur verið ýtt til hliðar. Ekki var heldur tékkað á næst hæsta tilboði sem var all miklu lægra, frá SVFR sem hefur haft ána á leigu til fjölda ára.  Meira vonandi síðar….