Jón Hrafn með vænan birting í blíðviðrinu í dag.

Eldvatn tók aðeins við sér í dag eftir skítaveðrið í gær. Sól og blíða, en ennþá kalt. Vindkælingin samt í núlli í dag. Menn voru í góðum málum, lönduðu þremur boltafiskum og misstu marga.

Glímt vi einn vænan í Eldvatni í dag.

„Þremur var landað, 71, 83 og 85 cm boltum. Menn urðu varir við fleiri fiska og misstu all nokkra,“ sagði Jón Hrafn Karlsson einn leigutaka Eldvatns í samtali við VoV í kvöld. En hann benti á að það væri hret í kortunum og kannski ekki mikilla frétta að vænta á næstu dögum. Hvað hretum viðvíkur, þá höfum verið í nánu sambandi við stjórnarherra SVFK sem fóru austur til að opna Geirlandsá. Gunnar Óskarsson sagði okkur nú í kvöld, að enn væri ís á ánni í Ármótunum sem standa undir um það bil 90 prósent af vorveiðinni og þar sem frosthret væri í kortunum mætti ætla að nokkrir dagar væru enn í að hægt væri að opna ána.