Tölurnar endurspegla ástandið en ljósir punktar hér og þar

Bill Teesdale t.h. datt í lukkupottinn á Fossbreiðu í Selá í vikunni er hann setti og landaði þessum 100 cm höfðingja, sem Ólafur Már leiðsögumaður heldur á lofti.

Vikutölurnar frá gærkvöldinu eru komnar, utan að enn vantar tölu frá 10.7 frá Þverá/Kjarrá. (UPPFÆRT-TALAN KOMIN) Allar leiðbeinandi tölur aðrar eru komnar á blað og hér rýnum við í. Sýnist okkur að áferðið slæma sé enn í algleymingi, enda lítið rignt þegar á heildina er litið. Einn góður dagur á vestanverðu landinu, aðeins skúradrasl þar fyrir utan. Ár með miklu vatni að upplagi standa sig best.

Tölurnar gefa þó upp nokkurn uppgang í nokkrum ám, t.d. Norðausturhorns tríóinu Selá, Hofsá og Jöklu, einnig Miðfjarðará þó að í hjarta þurrkana teljist vera – og síðast en ekki síst, hið gagnstæða raunar,  Eystri Rangá sem var með hæstu vikutöluna. Urriðafoss er nokkuð jafn viku fyrir viku og sama má segja um Ytri Rangá þó að tölur þar hafi sést mun hærri. Lax samt að ganga og ekki er beðið meira.

Landið vestanvert er enn plagað af vatnsleysinu og ekki hefur blíðskaparveður gert neitt til að hjálpa, því víðast er ekki laxaskortur eins og marg hefur komið fram. Við heyrðum í Ara Þórðarsyni sem var með holl Langá í umræddi viku og aðeins einn lax kom á land. Samt sagði Ari ána vera að vatnmagni eins góða og hún gæti verið miðað við áferðið og lax hefði verið talsverðum mæli á öllum svæðum. Mikil ferð og lítið taka hins vegar. „Við félagi minn lentum þrisvar í að sjá göngur vaða fram hjá okkur. Ekkert stopp og hann er ekki að taka þá,“ sagði Ari.

Pétur Pétursson staðarhaldari við Vatnsdalsá sagði svipaða sögu á þann leik að fiskur virtist vera á mikilli ferð og nýr fiskur að koma inn. „Það þarf ekki nema að draga aðeins fyrir sólu og það skiptir máli. En hér hefur verið eftir atvikum líflegt, þannig séð að þó fjölda laxa hafi ekki verið landað, þá eru menn að setja í laxa, landa nokkrum, tylla í og fá árásir á hitsin. Meira en nóg til að halda mönnum á tánum. Eina vaktina var t.d. sett í átta laxa og fimm landað. Svo voru tökur og eltingarleikir. Smálax og stórlx, upp í einn 90 cm grálúsugan,“ sagði Pétur.

Hér förum við í rýnina, að vanda er fremsta talan nýjasta heildartalan, strax á eftir er nýjasta vikutalan og í svigunum fyrri vikutölur, nýrri fremst og síðan koll af koli fram að opnun)

Urriðafoss         502 – 75  (108 – 63 – 72)

Eystri Rangá     405 – 170 (142 – 63)

Miðfjarðará        202 – 84 (55 – 39 – 24)

Blanda              175 – 40  (25 – 25 – 31)

Ytri Rangá           164 – 71 (36 )

Elliðaárnar            153 – 72 (81 – 45)

Haffjarðará           133 – 42  (51)

Brennan             122 – 15  (15 14 -39 – 19 – 35)

Laxá í Aðaldal       114 – 44 (26 )

Grímsá                  94 – 28 (35 – 21)

Þverá/Kjarrá        140 – 49  (62 – 17)

Norðurá                 83 – 28  (26 -18 – 4)

Selá í Vopn            62 – 46 (16)

Flókadalsá              58 – 25 (33 – 16)

Víðidalsá                57 – 21 (16 )

Hofsá í Vopn          54 – 37 (13 – 4)

Langá                     51 – 16 (21 – 12)

Laxá í Kjós              42 – 17 (19 – 3)

Jökla                         48 – 33 (14)

Vatnsdalsá               42 – 21 ( 8 )

Neðar förum við ekki að sinni, höfum viðmiðið þessa vikuna við 40 laxa. Neðar, en á uppleið eru enn margar ár, nánar má sjá það á www.angling.is