Grímsá, Kotakvörn
Einn af mörgum sem landað var úr Grímsá í morgun, kom í fyrsta rennsli yfir Kotakvörn á svæði 3. Mynd er frá Hreggnasa.

Veiði hófst í Grímsá í morgun og er óhætt að segja að vel hafi farið af stað. Reyndar var þetta ein magnaðasta byrjun í langan tíma og mikill lax genginn.

Samkvæmt upplýsingum frá Hreggnasa, sem er leigutaki árinnar var 27 löxum landað auk þess sem að veiðimenn misstu annað eins. „Frábær opnun,“ sagði í skeyti frá Hreggnasa. Aflinn var blanda af vænum smálaxi og tveggja ára löxum og mest veiddist á smáflugur, gjarnan hitsaðar.