Krossá á Skarðsströnd hefur verið sett í útboð. Hreggnasi hefur um árabil verið með ána á sínum snærum. Þar var þokkaleg veiði s.l. sumar, en oft hefur veiðin þar þó verið betri, meira að segja mun betri.
Þetta er falleg spræna á Fellsströndinni og veiðihúsið eitt það skemmtilegasta á landinu í kjarri vöxnu umhverfinu. En Veiðifélag Krossár hefur óskað eftir tilboðum í veiðina frá og með næsta sumri, 2019, til 2021.
Það veiddist 91 laqx í Krossá s.l. sumar, samanborið við 116 í fyrra. Oft síðustu sumur hefur áin hins vegar farið yfir 200 laxa. Hún er mjög háð árferði og þolir illa þurrka. Og er ekki ein um það.