Fjarðará
Lax er algengur meðafli í Fjarðará í Borgarfirði Eystri.

Veiðileyfavefurinn Veiðitorg.is hefur bætt við sig skemmtilegum svæðum, þar af einu sem ekki hefur verið í almenningssölu í heilan áratug.

Fjarðará, veiditorg.is
Flottar sjóbleikjur úr Fjarðará í Borgarfirði Eystri. Myndin er frá veiðitorg.is

Sem sagt, það er ein af mörgum Fjarðarám á Austfjörðum, þessi er í Borgarfirði Eystri, fallegt vatnsfall með mikili sjóbleikju og glettilega miklum laxi sem meðafla. Erlendur Steinar Friðriksson er utanumhaldari veiditorg.is og hann sagði í samtali við VoV að þetta væri spennandi kostur sem ekki hefði verið öðrum en litlum hópi í boði um langt skeið, „Veiðisvæðið þar er um 20 km langt,  leyfðar eru þrjár stangir. Veiðivonin er aðallega sjóbleikja og getur hún verið rígvæn.  Eitthvað veiðist af laxi líka, voru t.d. bókaðir 63 laxar árið 2007 en það er síðasta árið sem skilað var inn veiðitölum. Fjarðará er síðsumarsá. Síðustu 10 ár var í áin í einkaleigu og leyfi ekki boði fyrir almenning. Nú hefur hópur manna á Austurlandi leigt ána og verða leyfin í boði á Veiditorg.is“

Skjálftavatn
Tröllin eru í Skjálaftavatni, þessi bleikja var 80 sentimetrar…..

Þá benti Erlendur á að lausir veiðidagar í Skjálftavatni og Litluá í Kelduhverfi eru nú komnir inn á Veiðitorgið, hann sagði: „Litlaá og Skjálftavatn eru þekkt fyrir magnaða silungsveiði og einstaklega stóra fiska.  Þar veiðist á hverju sumri mikill fjöldi af bleikjum og  urriðum í yfirstærð eða yfir 70 cm og nást flest ár fiskar allt að 90 cm.“