Kápa Sportveiðiblaðsins

Sumarblað Sportveiðiblaðsins kom út fyrir skemmst og er smekkfullt af fjölbreyttu efni að vanda.

Að venju er allt of langt mál að lista upp efnisyfirlit blaðsins, en ef við tínum til það sem strax hrifsaði athyglina má nefna viðtal við höfunda og leikstjóra kvikmyndarinnar Síðasta Veiðiferðin, en í spjallinu kemur í ljós að hér var alls ekki um síðustu veiðiferðina að ræða. Sem hljómar vel, því myndin var sprenghlægileg og gekk vel. Í beinu framhaldi er veiðistaðalýsing á Mýrarkvísl en þar var myndin einmitt tekin upp.

Stefán Magnússon hreindýrabóndi á Grænlandi er líka í viðtali, svo og Rasmus Ovesen sem talar um Laxá í Laxárdal. Af mörgu öðru efni má loks bæta við fallegri grein sem Pálmi Gunnarsson skrifar um fornvin sinn Sigga Páls, en þeir veiddu mikið saman.