Eldvatn
Flottur birtingur úr Eldvatni um helgina.

Samkvæmt öllu þá er að stefna í rosagott sjóbirtingsár, það er fyrir nokkru farið að mokveiðast í Vatnamótunum og í Eldvatni, sem ekki rennur í jökulvatn, hefur verið að veiðast hrikalega vel síðustu viku-tíu daganna. Margir fiskar og stórir og staðbundir silungar líka, urriðar og bleikjur. Meira  að segja laxar á stangli.

Eldvatn
Sílspikuð hrygna, milli 60 og 70 cm.
Eldvatn
Enn eru þær til þessar stóru bleikjur í Eldvatnskerfinu….
Eldvatn
Þarna hafa komist á fót stórir staðbundir urriðar…..

Það voru menn að veiðum í Eldvatni nú um helgina, það byrjar yfirleitt ekki mjög þétt veiði í ánni fyrr en ca um þetta leyti. En líkt og helgina á undan þegar 2-3 veiðimenn fóru til tilraunaveiða í ánni, þá var niðurstaðan hin sama. Það er fullt af fiski í ánni og veiði góð. Ekki meira um það að segja í texta, vísum bara á myndirnar sem við fengum að láni af Facebook síðu Eldvatns…