
Sjóbirtingsveiði gengur vel þetta haustið og svo er að sjá að uppsveiflan sé enn til staðar. Fínar tölur berast hvaðanæva að. Tungulækur er oft efstur á blaði og svo er einnig núna.
Núna er t.d. búið að veiða í Tunglæk í 20 daga og aflinn orðinn 112 fiskar. Sem er frábært vegna þess að geldfiskurinn, sem er 2-5 pund er ekki kominn, veiðimenn eru að veiða úr göngum gömlu hrygningarfiskana, enda er meðalþyngdin í læknum núna eins og í stórlaxaá í júní.
Í næsta nágrenni eru fleiri ár, Geirlandsá, Fossálar. Nýlegt holl í Fossálum var með 7 fiska , annað holl í Grenlæk með 12 fiska. Annað í Geirlandsá með tíu birtinga og tvo laxa. Allt eru þetta góðar tölur í ljósi aðstæðna. Mikið vatn og mikil rigning.