Stemmingsmynd frá Tungulæk í vikunni. Mynd frá Streng
Flottur birtingur úr Eldvatni. Mynd frá FB síðu Eldvatns.

Sjóbirtingsveiði gengur vel þetta haustið og svo er að sjá að uppsveiflan sé enn til staðar. Fínar tölur berast hvaðanæva að. Tungulækur er oft efstur á blaði og svo er einnig núna.

Núna er t.d. búið að veiða í Tunglæk í 20 daga og aflinn orðinn 112 fiskar. Sem er frábært vegna þess að geldfiskurinn, sem er 2-5 pund er ekki kominn, veiðimenn eru að veiða úr göngum gömlu hrygningarfiskana, enda er meðalþyngdin í læknum núna eins og í stórlaxaá í júní.

Í næsta nágrenni eru fleiri ár, Geirlandsá, Fossálar. Nýlegt holl í Fossálum var með 7 fiska , annað holl í Grenlæk með 12 fiska. Annað í Geirlandsá með tíu birtinga og tvo laxa. Allt eru þetta góðar tölur í ljósi aðstæðna. Mikið vatn og mikil rigning.