Þveráropnun: Brennan var heiti staðurinn!

Mark Carnegie t.v. og leiðsögumaður hans Erik Koberling með glæsilega hrygnu af "Klöppinni" í Brennu. Myndin er þó ekki ný.

Sex löxum var landað í það heila úr Þverá er áin var opnuð í morgun. Veiði í ánni snedurspeglaði aðstæður, en ármótin við Hvítá, Brennan, var heiti staðurinn og gaf sex laxa. Menn settu aðeins í fiska ofar, en þeir enduðu ekki í háfnum. Lax er um alla Brennu og mikið af honum.

Ingólfur leigutaki með enn einn boltafiskinn neðan af Brennu, þessi tók rétt fyrir hléið.

Þetta kom fram í spjalli við Ingólf Ásgeirsson, einn leigutaka árinnar. „Brennan hefur aldrei verið svona sterk í opnun, en menn urðu ekki mikið varir við lax annars staðar utan að það misstust laxar í Kaðalstaðastreng og Kirkjustreng. Það er kenning kunnugra hérna, að mest af þeim laxi sem var hér á ferð fyrir 2-3 vikum sé rokinn upp í Kjarrá vegna aðstæðna. Sá fiskur er sem sagt að megninu til kominn uppúr, en þær sterku göngur sem eru núna á ferðinni hægja á sér við ármótin þar sem skilyrði hafa versnað síðan um daginn,“ sagði Ingólfur. Þess má geta, að Kjarrá verður opnuð þann 8.júní.