Sjóbleikjan er að búa sig undir göngur í ár sínar. Í Fögruhlíðarósi veiddist vel í vikunni. Við munum svo taka nánara tékk á veiðimönnnum sem VoV kannast við og verða í ósnum á morgun.
Sigurður Staples, alias Súddi, var leiðsögumaður tveggja veiðimanna í vikunni. Súddi þekkir svæðið manna best og eyðir þar mörgum stundum. Best þykir honum að veiða á nóttunni og eldsnemma morguns. Áður en að Súddi fór með félaga sína höfðu 2-3 skottúrar annarra enda með litlum afla. En Súddi kann á þetta. Hans mannskapur og hann sjálfur veiddu hart nær 40 bleikjur og margar vænar. „Bleik og Blá var og er alveg skotheld á þessu væði“, sagði Súddi í samtali við VoV í kvöld. Hann sagði að auki að einn félaga sinna hefði fengið sér stuttan göngutúr niður fyrir lónið og klettana að norðnaverðu og kastað þar sem þrengingin byrjar, réttt áður en áin mætir hafinu. Hann setti í tvo fiska þar, svo öfluga að þeir slitu hjá honum ansi hraustlegan taum. „Ég veit ekki, og hann ekki sjálfur, hvort að þetta voru laxar eða svona stórar bleikjur. Það eina sem stendur uppúr eru svakalegar tökur og slitnir taumar,“ bætti Súddi við. Sjálfur var hann einn á ferð stuttu áður og sá þá stóra boða vaða upp ósinn. En sá líka stóra boða vaða til baka, „ég hugsaði mér hver andskotinn er í gangi, en hvað sem því líður þá er þarna mikið líf og þetta er heillandi staður,“ sagði Súddi.
En sum við segjum, á morgun er fólk að veiða í ósnum sem að VoV þekkir til og fáum við kannski nánari útliystingu og ef till vill myndir ef að bleikjan sýnir sig svona hraustlega aftur.