Góð veiði í Litluá og Skjálftavatni í Kelduhverfi

Ármann Höskuldsson að kljást við vænan silung í. Litluá.

Silungsveiði í Litluá hefur verið góð það sem af er sumri. Búið er að færa til bókar á annað þúsund silunga. Mest er um urriða en einnig er þó nokkuð af bleikju í ánni. Sá stærsti sem veiðst hefur hingað til er 83 en alls hafa þrír urriðar yfir 80 verið skráðir í veiðibók. Þar má einnig sjá að um 40 fiskar eru yfir 70 og obbinn er um og yfir 50 cm.

Emil Ásgeirsson með 63 cm bleikju úr Skjálftavatni.

Þá hefur einnig verið ágæt veiði í Skjálftavatn en þar hafa veiðst hátt í 200 fiskar, mest bleikja. Þar er hins vegar sá stærsti 80 cm urriði en stærsta bleikjan sem færð hefur ferið til bókar var 67 cm.