Voru alls sjö þegar allt var talið

Mynd -gg.

Alls var sjö löxum landað úr Norðurá á morgunvaktinni, samkvæmt fregnum sem borist hafa ofan úr Borgarfirði. Verður það að teljast flott byrjun í ljósi þess að aðstæðar voru og eru erfiðar, afar lítið vat, sólfar og ískaldur að norðan.

Mest veiddist á Eyrinni og svæðinu neðan við Laxfoss, en einnig var líf á Bryggjunum og í Myrkhyl var sett í að minnsta kosti einn, sem að vísu slapp. Stærst í morgun var 85 cm, en flestir hinna um eða yfir 80 cm.