Styrtlustæðið verður að duga, enda gefur það lesendum vísbendingu um stærðina. Ekki hægt að efast! Mynd Harlardur Eiríksson.

Tuttugu pundari kom á land í Laxá í Dölum í dag, aldraður Breti veiddi laxinn í fylgd Haraldar Eiríkssonar, laxinn mældist 100.6 cm, já nákvæmt var það, samkvæmt kvarðanum er hann þá nokkrum grömmum yfir 20 pundunum!

Níu punda taumur og silungafluga, enda lítið vatn, ríflega tuttugu pundari! Veiðimaðurinn Robert Miles, en það er Haraldur Eiríksson sem hampar laxinum á myndinni.

„Þetta var sjötíu mínútna reiptog,“ sagði Haraldur í skeytum til VoV. Og bætti við: „Þeir gera verið stórir í Dölunum. Ummálið á þessum var 47 cm“. Hilmar Hansson tjáði sig um laxinn á FB í kvöld og sagði að samkvæmt kvarða sem hann tengdi við Kharlovka á Kólaskaga, væri þetta 23 punda lax, en hann togaði hann upp í 101 cm til að geta lesið. Greinilega er Kharlovka skalinn ekki á pari við „kvarðann“, en látum það liggja milli hluta, eins og Hiilmar benti á þá skiptir ummál öllu máli, því 100 cm laxar hafa oft verið vegnir 18 pund hvað sem kvarðar segja! En það hefur verið frekar lítið um stórlaxa í sumar miðað við síðasta ár þannig að við skulum gleðjast yfir þessari fregn.