Nokkrar opna á morgun

Laxá í Kjós, Kvíslafoss
Kvíslafoss í Laxá í Kjós, ekki mættur enn. Mynd Heimir Óskarsson.

Laxá í Kjós og fleiri opna á morgun, m.a. Miðfjarðará. Menn telja horfur góðar, en það er samt ákveðin óvissa vegna þess hversu stórlaxagengdin hefur verið slök til þessa.

Það er nokkuð langt síðan að menn sáu laxa vera að slæðast inn í Laxá í Kjós og í kvöld sagði Óli á Valdastöðum:  „Sáust laxar fyrir helgi frá Laxfossi og niðurúr. Einnig sáust laxar í Pokafossium síðustu helgi. Lítur bara vel út.“

Auk þess sáust laxar um Hvítasunnuna ofan við Laxfoss og jafnvel uppi í Bugðu.. Miðfjarðará opnar líka á morgun og leigutakinnn Rafn Valur Alfreðsson sagðist bjartsýnn í samtali við VoV í kvöld, „en við vitum lítið, höfum ekkert verið að skyggna. En vatnið er gott og fallegt,“ sagði Rafn Valur