Frábær opnun í Urriðafossi

Stefán Sigurðsson með glæsilega hrygnu úr Urriðafossi í gær.

„Það var mikið stuð við Urriðafoss á opnunardagin 1 júní í gær, Alls komu 24 laxar á land og laxinn var vænn og fallegur úr hafi. Frábær byrjun gæti verið ávísun á gott veiðisumar, Við skulum vona það,“ sagði Stefán Sigurðsson leigutaki Urriðafoss í Þjórsá í skeyti í dag, en fyrsti laxveiðidagurinn var einmitt í gær.

Allt fór vel af stað og veiddust tólf laxar á morgunvaktinni. Seinni vakt dagsins fór rólega afstað, en er líða fór nær kvöldi kom góð aflahrina og alls var öðrum tólf löxum landað, eða alls 24 stykki sem verður að teljast flott byrjun.