Hítará, Lundur
Við Hítará, veiðihúsið Lundur. Myndin er fengin af vef SVFR.

Ljóst má vera að SVFR er að tapa Hítará, en er tilboð voru opnuð í ána kom í ljós eitt risaboð sem var verulega hærra heldur en önnur boð, m.a. tilboð SVFR sem hefur verið með ána á leigu um árabil.

Aðeins fimm tilboð bárust í ána sem kemur nokkuð á óvart miðað við að hátt í fimmtán tilboð bárust í Straumfjarðará sem er skammt vestur af Hítará og er dpennandi laxveiðiá líkt og Hítaráin. En af umræddum fimm tilboðum skaraði eitt hraustlega fram úr, það kom frá Arnari Jóni Agnarssyni og Frey Heiðari Guðmundssyni, leigutökum Deildarár á Sléttu, en þeir buðu 61,5 milljónir í ána, en aðrir voru með um eða rétt yfir 50 milljónir. Þar í hópi voru m.a. SVFR, Hreggnasi og Fish Partner, auk bandarísks aðila. Áin er leigð út til fjögurra ára og er því nærri 45 milljónum krónum meira í stóra tilboðinu heldur en hinum sem teljast hófstilltari.