Komum öll heil heim

Kæru lesendur, það er ekki vanþörf á því að minna á hversu hverful íslensk náttúra er. Hún er beinlínis hættuleg ef aðgát er ekki höfð.

Það á ekki síst við um vötnin okkar og árnar eins og fram hefur komið síðustu daga, veiðimaður deyr í Úlfljótsvatni og ferðamaður týndur eftir fall í Þingvallavatn. Og í fyrra króknuðu og drukknuðu tveir veiðimenn í Þingvallavatni. Ólafur og María í Veiðihorninu halda reglulega úti myndböndum um ýmis málefni og settu saman eitt um aðgát við veiðivötn. Við birtum það hér, komum öll heil heim.