Veiði er nú lokið í Veiðivötnum, þ.e.a.s. stangaveiðitímanum, en „landeigendur“ veiða áfram í net um tíma. Þeir afla sér í soðið og safna fiskum í undaneldi til að halda veiðiskapnum við, enda eru ekki hrygningarskilyrði fyrir slíka urriðastofna í vötnunum og þó að veiði hafi verið góð þar frá ómunatíð þá eru það sleppingarnar sem gera þetta að því djásni sem það er í dag.

Örn Óskarsson hefur um árabil haldið úti vef fyrir svæðið og höfum við oft og iðulega vitnað í hann. Nú, þar sem að endalok eru á veiði 2018 ætlum við að stíga skrefinu lengra og birta meir a envenjulega. En þetta skrifar Örn: „Í lokaviku stangveiðitímans komu 1357 fiskar á land og var besta veiðin í Litlasjó, enda héldu veiðimenn sig þar að mestu leiti. Í Litlasjó fengust 688 fiskar í vikunni sem er mjög gott svona síðsumars. Færri fiskar komu úr öðrum vötnum enda fáir veiðimenn þar á ferð.
Alls veiddust 19867 fiskar í Veiðivötnum á stangveiðitímanum, 9609 urriðar og 10258 bleikjur. Besta veiðin var í Litlasjó, 5171 urriði komu þar á land og meðalþyngdin yfir 2 pund og heildarþyngd afla 10966 kg. Þetta er betri veiði en undanfarin ár, og þarf að fara aftur til ársins 2012 til að finna hærri aflatölur úr Litlasjó. Næstmest veiddist í Snjóölduvatni, 5003 fiskar, en þar var uppistaðan í veiðinni smábleikja þó svo stærri fiskar væru innanum. Stærsti fiskur sumarsins var 12,0 pd urriði úr Hraunvötnum sem veiddist í fyrstu veiðivikunni og mesta meðalþyngdin var 3,52 í Grænavatni.
Arnarpollur |
68 |
68 |
0 |
5,4 |
2,17 |
Breiðavatn |
1143 |
44 |
1099 |
6,0 |
1,09 |
Eskivatn |
296 |
9 |
287 |
4,0 |
0,81 |
Grænavatn |
161 |
161 |
0 |
11,8 |
3,52 |
Hraunvötn |
1648 |
1648 |
0 |
12,0 |
2,05 |
Kvíslarvatnsgígur |
27 |
27 |
0 |
4,0 |
1,79 |
Krókspollur |
210 |
18 |
192 |
3,0 |
0,71 |
Kvíslarvatn |
162 |
18 |
144 |
4,8 |
1,21 |
Langavatn |
513 |
5 |
508 |
3,5 |
1,14 |
Litla Breiðavatn |
134 |
134 |
0 |
7,0 |
2,01 |
Litla Fossvatn (aðeins fluguveiði) |
88 |
88 |
0 |
7,5 |
2,35 |
Litlisjór |
5171 |
5171 |
0 |
10,6 |
2,12 |
Litla Skálavatn |
277 |
277 |
0 |
6,6 |
1,77 |
Nýjavatn |
1807 |
37 |
1770 |
3,0 |
0,40 |
Ónýtavatn Fremra |
38 |
38 |
0 |
5,0 |
2,81 |
Ónýtavatn |
359 |
359 |
0 |
8,0 |
1,47 |
Ónefndavatn |
190 |
190 |
0 |
10,5 |
1,70 |
Pyttlur |
32 |
32 |
0 |
8,2 |
3,22 |
Stóra Fossvatn (aðeins fluguveiði) |
842 |
842 |
0 |
7,0 |
2,00 |
Skyggnisvatn |
1413 |
15 |
1398 |
3,0 |
0,70 |
Snjóölduvatn |
5003 |
184 |
4819 |
4,2 |
0,62 |
Stóra Skálavatn |
285 |
244 |
41 |
11,4 |
1,86 |
Tjaldvatn |
0 |
0 |
0 |
|
|