Stefán, Harpa, Iceland Outfitters
Harpa og Stefán eru þarna með veiðikonunni Lillu Lange á milli sín.

Veiðileyfasölufyrirtækið Iceland Outfitters hefur verið valið eitt tíu sprotafyrirtækja, af 128 umsækjendum til að taka þátt í fyrirbærinu Startup Tourism. Iceland Outfitters er í eigu hjónanna Hörpu Hlínar Þórðardóttur og Stefáns Sigurðssonar.

Í stöðufærslu á FB síðu sinni skrifa þau: „Gaman að segja frá því að fyrirtækið okkar Iceland Outfitters er eitt af 10 fyrirtækjum sem var valið til að taka þátt í Startup Tourism. Við erum ótrúlega þakklát og stolt af því að fá þetta tækifæri á að fara með fyrirtækið okkar á næsta stig.

Startup Tourism snýr að nýsköpun í ferðaþjónustu. Um er að ræða 10 vikna viðskiptahraðal þar sem leitað er lausna sem auka verðmætasköpun í ferðaþjónustu. Talað er um að þetta sé meðal næstu skrefa inn í framtíð ferðaþjónustunnar.

Iceland Outfitters má kalla sprotafyrirtæki og hefur nú verið starfrækt í tvö ár ef VoV man rétt. Harpa og Stefán slitu sig frá áralöngu samstarfi við eigendur Lax-ár og stofnuðu eigið fyrirtæki. Þau hafa haft ársvæði á leigu, keypt pakka af öðrum leigutökum, haft svæði í umboðssölu og verið með afar persónulega þjónustu þegar kemur að samsetningu ferða fyrir erlenda veiðimenn þar sem þeim býðst, eftir óskum, að gera meira en að bara veiða. Þá gera þau út bát fyrir Reykjavíkurhöfn þar sem stunda má sjóstangaveiði, svartfuglaskytteri í bland við almenna náttúruskoðun. Þetta er eins og flestir vita, ríkustu túristarnir, þeir sem kaupa dýru veiðileyfin, og því kjörinn vettvangur til að vinna að nýsköpun