Heimildarmynd Patagonia um sjókvíaeldið

Nils Folmer
Fallegur Hofsárlax. Mynd Nils Folmer.

Patagonia hefur látið til sín taka á stórfelldan hátt í baráttunnni gegn sjókvíaeldi í opnum kerfum. Athugiði hvernig við orðum það: Í opnum kerfum. Vegna þess að VoV er ekki á móti laxeldi, það þarf bara að vera í lokuðum kvíum eða á landi. Evrópufrumsýning verður á kvikmynd sem Patagonian hefur framleitt á Íslandi í vikunni.

Í auglýsingu frá Patagóníu segir frá framleiðslu á heimildarmyndinni Artifishal, sem „sviptir hulunni af þeirri dýrkeyptu ranghugmynd að bæta megi fyrir eyðileggingu vistkerfa með hönnuðum tæknilausnum,“ eins og þar segir: Og svo heldur textinn áfram:

„Rakin eru áhrif skorts á regluverki tengdu klakstöðvum í Bandaríkjunum og skaðleg áhrif opinna sjókvíaelidsstöðva, jafnt á umhverfið sem og á fiskinn sem í kvíunum er útsettur fyrir óværu og sýkingum.

Evrópufrumsýning Artifishal fer fram í Ingólfsskála við rætur Ingólfsfjalls í Ölfusi 10.apríl. Eftir sýningu verða pallborðsumræður undir stjórn Auðar Önnu Magnúsdóttur framkvæmdastjóra Landverndar. Í pallborði verða Josh Murphy, leiðstjóri Artifishial, Micahel Frodin , sænskur aðgerðarsinni, blaðamaður og stangaveiðimaður, Friðleifur Egill Guðmundsson formaður NASF, og Jón Kalddal formaður IWF.

Þetta er eitthvað sem við styðjum heils hugar, þess vegna nefnum við það að nálgast má miða á sýninguna á netinu (Artifishial – European Premier á Facebook. Verði er stillt í hóf og rútuferðir frá Skarfagörðum  í Reykjavík og til frá.Ágóði af sýningunni rennur til NASF.

Einnig er hægt að komast yfir miða á eu.patagonia.com/artifishal